Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 159 svör fundust

Hversu stór hluti landsins hefur farið undir lón við vatnsvirkjanir?

Landsvirkjun á og rekur öll lón og veitur í landinu sem orð er á gerandi. Landið allt er 103.000 km2 og sé flatarmál allra lóna lagt saman nemur það um 0,25% af flatarmáli landsins ef Þórisvatn, sem er þeirra stærst, er allt tekið með í reikninginn. Lón og veitur eru því samtals um 260 km2. Þórisvatn var þó að...

Nánar

Hvað eru skessusæti?

Skessusæti, Skessuhorn, Skessugarður og Skessuhellir eru örnefni á fyrirbærum í landslagi, stundum „stórkonulegum,“ sem oftast tengjast einhverjum þjóðsögum. En vísi „skessusæti“ almennt til einhvers landslagsforms, myndu það vera hvilftir (1. mynd) sem sannarlega gætu sómt vel sem sæti mjaðmamikillar tröllkonu. ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um örnefnið Nollur?

Örnefnið Nollur er þekkt sem nafn á þremur stöðum í Þingeyjarsýslu: Bæjarnafn í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Nafnið er ritað Gnollur („af gnoll“) í Auðunarmáldögum 1318 (Íslenskt fornbréfasafn II:447). Eyðikot við Mývatn, einnig Nollsel (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:288). Hvorttveggja segir hann ...

Nánar

Af hverju heitir fjallið Tindastóll þessu nafni?

Ekki er alveg ljóst hvaðan nafnið á fjallinu Tindastól í Skagafirði (995 m) norðan við Sauðárkrók er komið. Hár strýtumyndaður klettur í landi Alviðru í Ölfusi heitir líka Tindastóll. Orðið stóll er í öðrum fjallsnöfnum eins og Stóll sem er á milli Svarfaðardals og Skíðadals í Eyjafirði. Sauðárkrókur og Tind...

Nánar

Af hverju snjóar á Íslandi?

Það snjóar á Íslandi á veturna vegna þess að þar er oft kalt og rakt í háloftunum og rakinn sem þéttist verður að snjó. Einnig er þá nógu kalt niðri við jörð til þess að snjórinn bráðnar ekki á leiðinni niður. Til að snjór verði til í háloftunum þarf tvennt: Kulda og raka í loftinu. Hér á Íslandi er báð...

Nánar

Hvenær hættir að snjóa í Reykjavík?

Það hættir að snjóa í Reykjavík þegar ekki er lengur nógu kalt og rakt í háloftunum yfir okkur til að snjór geti fallið. Ástæðan fyrir því að það snjóar á veturna í Reykjavík en ekki á sumrin er sú að á veturna er loftið kalt og rakt. Stundum getur þó verið nógu kalt og rakt á sumrin til að snjói, einkum á fjöl...

Nánar

Hvernig er hérað skilgreint samkvæmt íslenskri venju?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig er hérað skilgreint samkvæmt íslenskri venju? Frá landnámi hefur verið talað um að eitthvað sé í héraði og mun síðar komu héraðsdómar en mér hefur ávallt þótt það óljóst hvað átt sé nákvæmlega við með héraði á Íslandi. Ömt, sýslur, hreppar og sveitarfélög þekkjum við en hé...

Nánar

Hvað er hnjúkaþeyr?

Í stuttu máli er hnjúkaþeyr (einnig skrifað hnúkaþeyr) hlýr og þurr vindur sem blæs af fjöllum. Hnjúkaþeyr getur verið mjög hvass og hviðugjarn en þarf ekki að vera það. Á sumum stöðum í heiminum er hnjúkaþeyr svo algengur að honum hefur verið gefið sérstakt nafn. Í Ölpunum heitir hnjúkaþeyrinn Föhn, í Klettafj...

Nánar

Hvar er mesta snjóflóðahættusvæði á Íslandi?

Það er ekki til neitt eitt svar við spurningunni um hvar mesta snjóflóðahættusvæði landsins er. Til þess að hætta skapist af völdum snjóflóða þarf eitthvað eða einhver að verða á vegi flóðsins því flóð sem falla langt frá byggð og ferðalöngum valda ekki hættu. Á ýmsum svæðum á norðanverðum Vestfjörðum, miðnorðurla...

Nánar

Hvar býr jólasveinninn?

Þegar líður að jólum og jólasveinar fara á kreik vakna margar spurningar, sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni. Ein þeirra sem oft berst Vísindavefnum er hvar jólasveinninn eigi heima? Það eru ýmsar hugmyndir í gangi um heimkynni jólasveinsins og skiptir þá máli hvort átt er við þennan alþjóðlega sem ferðast um á hr...

Nánar

Af hverju er Vatnajökull ekki á Norðurlandi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þar sem meðalhiti frá miðbaugi lækkar í átt að norðurpólnum má búast við að stærsti jökull Íslands sé á Norður-Íslandi en Vatnajökull er á Suður-Íslandi. Hver er skýringin á þessu? Jöklar myndast þar sem veðurfar er slíkt árum saman, að snjóa setur meir að vetri en nær að l...

Nánar

Hvernig myndaðist Hvalfjörður og hversu langt er síðan?

Hvalfjörður, ásamt dölum og fjöllum í kring, er dæmigert sköpunarverk ísaldarjökla. Við upphaf ísaldar, fyrir um það bil tveimur milljónum ára, var landslag þar líkt því sem nú er í Ódáðahrauni, flatlent hraunaflæmi og sennilega alllangt til sjávar. Smám saman surfu skriðjöklar síðan Hvalfjörðinn og dalina í kring...

Nánar

Minnkar vindur þegar byrjar að rigna?

Það er nú allur gangur á því. Úrkoma fylgir gjarnan loftþrýstibreytingum og þegar þær eru miklar er vindur oftast hvass. Hvassviðri með rigningu er eitt einkenna íslensks veðurlags. Engu að síður verður ákveðin eðlisbreyting á hvössum vindi þegar úrkoma hefst - alla vega sumstaðar. Vindstrengir af völdum landsl...

Nánar

Hvenær mynduðust jöklarnir sem nú eru á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvenær mynduðust jöklarnir sem nú eru á Íslandi? Eru þeir leifar af stóra jökulskildinum sem náði yfir allt landið? Talið er að fyrir sex þúsund árum hafi nær allir jöklar frá síðasta kuldaskeiði verið horfnir af Íslandi. Í meira en þúsund ár hafði verið 2-3 °C hlýrr...

Nánar

Fleiri niðurstöður